Framkvæmdir og Ráðgjöf ehf. er ráðgjafafyrirtæki sem hefur það megin markmið að þjónusta framkvæmdaaðila á öllum sviðum er lúta að viðhaldi, breytingum eða nýbyggingu fasteigna.
Verksvið fyrirtækisins er að vera tengiliður milli eigenda, hönnuða og verktaka og gæta hagsmuna þeirra auk þess að tryggja að viðunandi árangur náist við framkvæmdir er varðar gæði og kostnað.
Fyrirtækið sérhæfir sig í
- Ástandsgreiningu og kostnaðarmati
- Útboðum og útvegun hæfra verktaka
- Eftirliti og eftirfylgni
- Uppgjörum og utanumhaldi
- Viðhaldsstjórnun
- Byggingarstjórnun
- Verkefnastjórnun
- Þjónustu við húsfélög og eigendur fasteigna
- Viðskiptaáætlunum byggingaverkefna
Að baki fyrirtækinu er áratuga reynsla af verklegum framkvæmdum jafnt stórum sem smáum. Fyrirtækið byggir á áralangri reynslu af umsjón viðhalds- og breytingaverkefna þar sem þörf er á tæknilegri greiningu og utanumhaldi.
Árangur okkar grundvallast af góðu samstarfi við hönnuði og aðgengi að hæfum verktökum.
Viðar Austmann, framkvæmdastjóri
Byggingartæknifræðingur
Jóhann Albert Harðarson
Byggingatæknifræðingur
Gísli Ásgeirsson
Eftirlit og úttektir
Friðgeir Guðjónsson
Markaðs- og kynningarmál