Framkvæmdir og ráðgjöf

Umsagnir viðskiptavina

Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal


Varð til þess að verkefnið gekk algjörlega hnökralaust......

Viðar Austmann hjá Framkvæmdum og Ráðgjöf var fengin til að gera úttekt á ástandi bílskýlisins að Engjaseli 71-87 en ljóst var að ýmilsegt þurfti að gera bæði að innan og utan. Skilaði FogR ástandsskýrslu ásamt tillögum að endurbótum. Í framhaldi af því var samið við FogR um að gera útboðsgögn og annast útboð á þeim verkhlutum sem ráðast þurfti í. FogR var svo falið að fylgja málinu til enda þ.e. að sjá um framkvæmdaumsjón og eftirlit.

Samstarfið við Viðar Austamann hjá FogR var til mikillar fyrirmyndir og stóðust allar áætlanir.

Ljós er að eftir margra ára stefnulaust viðhald var það mikið gæfuskref að semja við Framkvæmdir og Ráðgjöf um að aðstoða okkur við að koma bílskýlinu í “topp stand” og með aðkomu FogR varð bílskýlið loksins eins og við vildum hafa það.

Þekking FogR á framkvæmdum, tæknilega, skipulagslega og stjórnunarlega varð til þess að verkefnið gekk algjörlega hnökra laust þrátt fyrir að margir verktakar kæmu að verkinu. Þetta er mjög mikilvægt þegar um er að ræða framkvæmdir af hálfu húsfélaga.


Óskar Örn Pétursson
Formaður Húsfélagsins Engjaseli 71-87
Ég gef Framkvæmdum og Ráðgjöf ehf. mín bestu meðmæli!
Þegar ákveðið var að ráðast í gagngert viðhald á húseign FAAS að Austurbrún 31 var samið við Viðar Austmann hjá Framkvæmdum og Ráðgjöf ehf. um að gera ástandsgreiningu og í framhaldi af því að annast tilboðsgerð, verkefnastjórnun og eftirlit með framkvæmdunum. Í húsnæðinu fer fram viðkvæmur rekstur á dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun, sem ekki var hægt að loka á meðan á framkvæmdum stóð og sem þurfti að taka mikið tillit til. Frá upphafi ríkti mikill skilningur á aðstæðum og var fagmannlega staðið að öllum verkþáttum. Hagsmuna verkkaupa var vel gætt og ráðleggingar voru alltaf þess eðlis að endanleg niðurstaða væri bæði fjárhagslega hagkvæm og kæmi vel út fyrir starfsemina. Húsið tók miklum stakkaskipum, utanhúss sem innan og erum við afar ánægð með hversu vel tókst til. Samvinna við verkkaupa var til fyrirmyndar. Ég gef Framkvæmdum og Ráðgjöf ehf mín bestu meðmæli.

27. febrúar 2014
Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri FAAS
Niðurstöður framkvæmda mjög heppilegar....

Fyrirtækið Framkvæmdir og Ráðgjöf ehf. var fengið sem ráðagefandi aðili vegna framkvæmda á húseigninni að Miðleiti 8-10. Framkvæmdirnar fólust í viðhaldi á ytra byrgði hússins ásamt endurbótum á þaki. Gert var mat á því sem gera þurfti og lagðar fram tillögur til endurbóta. Í framhaldi leitaði Framkvæmdir og Ráðgjöf eftir viðunandi tilboðum með það að leiðarljósi að fá til verksins afbragðs handverksmenn. Viðar Austmann hjá Framkvæmdir og Ráðgjöf fylgdi verkinu eftir og stóðust allar áætlanir um kostnað og voru niðurstöður framkvæmda mjög heppilegar fyrir húsfélagið. Samstarf okkar við Framkvæmdir og Ráðgjöf ehf. var í alla staði til fyrirmyndar og var þjónustan ómissandi hlekkur milli húsfélags og verktaka.

 

Vilhjálmur Kristjánsson,
Formaður húsfélagsins að Miðleiti 8-12 Rvk

 


 

 Við leituðum því til sérfræðings....

Vegna múrskemmda á húsinu okkar, að Stigahlíð 2 - 4,  þurftum við árið 2010 að fá tilboð í viðgerðir. Það er erfitt fyrir þá sem ekki eru vanir slíkum viðgerðum að leggja mat á hvert tjónið sé, undirbúa útboðsgögn og leggja svo mat á tilboðin.  Við leituðum því til sérfræðings og gerði Viðar Austmann ástandsmat og hjálpaði okkur með útboðið. Við réðum hann síðan til þess að sjá um framkvæmdaeftirlit. Öll framkvæmdin varð mjög vel heppnuð, nokkuð sem við getum að miklu leyti þakkað Viðari sem hjálpaði okkur að velja góða verktaka, og svo að halda þeim við verkið.

 

Halldór Björnsson,

Formaður húsfélags Stigahlíð 2 - 4 Rvk. (2008 - 2012)

 

 


 

Persónuleg þjónusta, áreiðanleiki og traust....

 Húsfélagið Leirubakka 2-16 fékk Viðar Austmann byggingartæknifræðing hjá Framkvæmdum og Ráðgjöf ehf. til að gera úttekt á húsinu, bjóða verkið út og hafa eftirlit með því. Öll vinnubrögð og samskipti hafa verið til fyrirmyndar. Hjá Viðari eru engin vandamál, bara lausnir. Persónuleg þjónusta, áreiðanleiki og traust, einkenndu samstarfið í sumar.

Topp þjónusta sem ég mæli hiklaust með fyrir fólk í framkvæmdarhugleiðingum.

 

Fyrir hönd húsfélagsins Leirubakka 2-16 Rvk.

Berglind S Jónsdóttir

 

 


 

Fyrirtækið hefur skilað af sér vel unnum verkum og lagt til sérfræðiþekkingu....

Húsfélagið að Þverbrekku 2 leitaði eftir aðstoð hjá Framkvæmdum og Ráðgjöf ehf. vegna framkvæmda sem fyrirhugaðar voru á húseigninni. Samstarfið við fyrirtækið og Viðar hefur ávalt verið mjög gott og áhrifaríkt. Fyrirtækið hefur skilað af sér vel unnum verkum og lagt til sérfræðiþekkingu sem hinn ólærði viðskiptavinur þarf á að halda. Myndi hiklaust mæla með fyrirtækinu við vini og vandamenn.

 

Þóra Þorgeirsdóttir

Formaður Húsfélagsins Þverbrekku 2 Kóp.

 

 


 
Samstarfið hefur verið með eindæmum gott....

Viðar Austmann tæknifræðingur, hefur unnið fyrir húsfélagið Hörðukór 3 í Kópavogi í á annað ár, samstarfið hefur verið með eindæmum gott og allt hans starf hefur einkennst af umhyggju í garð húsfélagsins. Frábær samstarfsmaður.

 

Fyrir hönd húsfélagsins í Hörðukór 3 Kóp.

Elísabet Þóra Þórólfsdóttir form.

 

 


 

 
ÞÚ ERT HÉR: Home Umsagnir