Húsfélög

Prentvæn útgáfa

Megin viðfangsefni húsfélags er rekstur á sameign húseigenda. Eigendur og forsvarsmenn húsfélags hafa ákveðnum skyldum að gegna og þurfa að fylgja lögum og reglum við daglegan rekstur og ákvarðanir.


Ástand fasteignar og hvað er framundan í viðhaldsmálum er eitt af aðalmálefnum aðalfunda húsfélaga. Oft á tíðum hafa húsfélög litlar sem engar upplýsingar um þessi mál og verða umræður á fundum því vangaveltur um hvað eigi að gera. Ástandsskoðun og mat á kostnaði við framkvæmdir er okkar sérgrein og auðveldar slíkt mat eigendum að taka sameiginlegar ákvarðanir um það sem framundan er. Til að auðvelda undirbúning bjóðum við upp á fría ráðgjöf um fyrstu skrefin. Þú einfaldlega hringir í síma 567-7889 og við ræðum málin.

 

Við bjóðum húsfélögum ráðgjöf við undirbúning á fundum húsfélagsins og mætum á þá ef óskað er. Þetta hefur reynst húsfélögum afar farsæl leið og auðveldar eigendum að taka ákvarðanir ígrundaðar á faglegri ráðgjöf.

 

Við leitumst við að tryggja viðskiptavinum okkar alltaf lægsta fáanlega verðið með útboðum eða með beinum samningum við verktaka.

 

 

Við tryggjum góðan árangur með samstarfi við hæfa og metnaðarfulla verktaka sem hafa áralanga reynslu af verklegum framkvæmdum.