Fréttir og fróðleikur

Prentvæn útgáfa

Ertu að nota of mikið af heitu vatni?

 Kostnaður við húshitun er stór liður í rekstri hverrar fjölskyldu. Taflan hér að neðan segir til um hvað eðlilegt er að nota mikið magn af heitu vatni við upphitun á mismunandi tegundum af húsnæði. Tölurnar segja til um hversu marga rúmmetra af heitu vatni eðlilegt er að nota á ári á móti stærð hússins.

 

Dæmi:

Fjölbýlishús er 2.654 m3 að stærð og það notar 3.234 m3 af heitu vatni á ári. Hlutfallið þar er þá 3.234 / 2.654 = 1.22 sem er innan eðlilegra marka.

 

Mörg dæmi eru um að þessi viðmiðunartala er langt yfir eðlilegum mörkum og því eftir talsverðum peningum að slægjast fyrir eigendur. Við höfum séð tilfelli þar sem fjölbýlishús eru að nota allt að 2.000 m3 af heitu vatni umfram eðlilega notkun. Hér er því um að ræða verulegar upphæðir og í þessu tilfelli er hann

2.000 x 124.99 = 249.980,- kr. pr. ári sem hægt er að spara.

 

Notkunarstuðull

Rúmmetrar*

Stór fjölbýlishús

1,0 - 1,4

Minni fjölbýlishús

1,1 - 1,5

Einbýlishús

1,2 – 1,8

Verslunarhúsnæði

0,5 – 0,8

Skrifstofuhúsnæði

0,5 – 0,8

Iðnaðarhúsnæði

0,4 – 1,0

Lagerhúsnæði

0,3 – 0,8

 

Við höfum leiðir til að auðvelda ykkur sparnað á þessum sviðum. Leifðu okkur að hjálpa þér að spara.

 

 


 

 Nýr bæklingur

Framkvæmdir og Ráðgjöf ehf. hafa sett í dreifingu nýjan bækling til húsfélaga. Ætlunin er að vekja forsvarsmenn þeirra til vitundar um mikilvægi þess að standa rétt að fyrirhuguðum framkvæmdum og undirbúa eigendur fyrir ákvarðanir sem taka þarf á aðalfundi.

 

 


 

Nú styttist í aðalfundinn !

Hvað ætlið þið að fjalla um á næsta aðalfundi húsfélagsins? Okkur á Framkvæmdum og Ráðgjöf ehf. langar að minna stjórnir húsfélaga á nauðsyn þess að halda aðalfundi ár hvert. Stjórnum húsfélaga er falin mikil ábyrgð og því skiptir máli að fundir hafi markvisst umfjöllunarefnið og séu vel undirbúnir..

 

Bókaðu fría skoðun hjá okkur og við hjálpum þér við undirbúninginn.

 

 


 

 Ekki gera bara eitthvað !

Húseigendafélagið er með mjög athyglisverð heilræði á heimasíðu sinni sem vert er að benda húseigendum sem eru í viðhaldsham á að lesa.

Við leyfum okkur að vitna i textann þeirra " Í þessum geira eða bransa eru því miður margir svartir sauðir sem oft hafa enga eða takmarkaða fagþekkingu á viðgerðum."

 

 


 

 Kostnaðarskipting vegna framkvæmda á gluggum

Skipting á framkvæmdakostnaði verður oft þrætuefni í húsfélögum. Þetta á sérstaklega við um þegar ekki er staðið rétt að undirbúningi á framkvæmdum eða ráðist er í framkvæmdir án vitundar annarra og alls óvíst um kostnað. Vert er að benda á grein sem birtist á mbl fyrir nokkru en þar eru tekin nokkur dæmi um kostnaðarskiptingu framkvæmda og óskorðaðan rétt eigenda til að taka þátt í ákvörðunum.

 

 


 

 Kostnaðarskipting: Gler, opnanleg fög og svalagólf

 Fyrir liggur álit kærunefndar fjöleignahúsamála um skiptingu á kostnaði við endurbætur og viðgerðir á gleri, opnanlegum fögum og svalagólfum. Málsmeðferð og niðurstöður álits er hér að sjá.

//